Átt þú þetta barn? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:01 Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun