Hrannar Bragi vill 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2022 10:49 Hrannar Bragi Eyjólfsson. Aðsend Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum og leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handbolta, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 5. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Hrannari Braga segir að hann sé 26 ára gamall, fæddur og uppalinn Garðbæingur. „Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður gekk hann í leik- og grunnskóla í Garðabæ og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sambýliskona Hrannars Braga er Ásdís Rún Ragnarsdóttir, 26 ára meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og deildarstjóri á leikskólanum Litlu-Ásum í Garðabæ. Ásdís er einnig fædd og uppalin í Garðabæ. Hrannar Bragi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat á lista flokksins í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur setið undanfarin fjögur ár í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Þá sat Hrannar Bragi í stjórn Hugins, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, frá 2017-2021, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2019-2021,“ segir í tilkynningunni. Segir þörf á rödd ungs fólks Haft er eftir Hrannari Braga að hann sé þeirrar skoðunar að traustur fjárhagur sé forsenda framþróunar. „Það er því mikilvægt að við höldum áfram að halda vel utan um fjármál Garðabæjar og sýnum ráðdeild og hagsýni í rekstri bæjarins. Ég mun beita mér fyrir því að Garðabær verði í fararbroddi í leikskólamálum með því að tryggja að börn 12 mánaða og yngri hljóti pláss á leikskólum nærri heimilum sínum. Þá eru mér samgöngumál og öryggismál þeim tengd afar hugleikin. Sem eigandi íbúðar í Urriðaholti er mér mikið í mun að börnum og ungmennum séu tryggðar öruggar samgöngur yfir í aðra bæjarhluta og geti þannig sótt í þjónustu og félagsskap á íþróttasvæðum bæjarins. Ungt fólk þarf rödd á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Reynsla er mikilvæg – en nýliðun líka. Ég býð stoltur fram krafta mína sem málsvari ungs fólks í bænum, en ekki síður sem baráttumaður öflugrar grunnþjónustu fyrir bæjarbúa alla,“ er haft eftir Hrannari Braga. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Í tilkynningu frá Hrannari Braga segir að hann sé 26 ára gamall, fæddur og uppalinn Garðbæingur. „Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður gekk hann í leik- og grunnskóla í Garðabæ og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sambýliskona Hrannars Braga er Ásdís Rún Ragnarsdóttir, 26 ára meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og deildarstjóri á leikskólanum Litlu-Ásum í Garðabæ. Ásdís er einnig fædd og uppalin í Garðabæ. Hrannar Bragi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat á lista flokksins í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur setið undanfarin fjögur ár í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Þá sat Hrannar Bragi í stjórn Hugins, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, frá 2017-2021, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2019-2021,“ segir í tilkynningunni. Segir þörf á rödd ungs fólks Haft er eftir Hrannari Braga að hann sé þeirrar skoðunar að traustur fjárhagur sé forsenda framþróunar. „Það er því mikilvægt að við höldum áfram að halda vel utan um fjármál Garðabæjar og sýnum ráðdeild og hagsýni í rekstri bæjarins. Ég mun beita mér fyrir því að Garðabær verði í fararbroddi í leikskólamálum með því að tryggja að börn 12 mánaða og yngri hljóti pláss á leikskólum nærri heimilum sínum. Þá eru mér samgöngumál og öryggismál þeim tengd afar hugleikin. Sem eigandi íbúðar í Urriðaholti er mér mikið í mun að börnum og ungmennum séu tryggðar öruggar samgöngur yfir í aðra bæjarhluta og geti þannig sótt í þjónustu og félagsskap á íþróttasvæðum bæjarins. Ungt fólk þarf rödd á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Reynsla er mikilvæg – en nýliðun líka. Ég býð stoltur fram krafta mína sem málsvari ungs fólks í bænum, en ekki síður sem baráttumaður öflugrar grunnþjónustu fyrir bæjarbúa alla,“ er haft eftir Hrannari Braga.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira