Ljósleiðaradeildin í beinni: Tveir hörkuleikir í kvöld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 19:45 Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram í kvöld. Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram í kvöld með tveimur hörkuleikjum. Nú klukkan 20:30 hefst viðureign Fylkis og Ármanns, en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir getur jafnað Ármann að stigum með sigri, en sigri Ármann í kvöld nær liðið að slíta sig frá botnliðunum tveim, Fylki og Kórdrengjum. XY Esports og Vallea eigast svo við í síðari viðureign kvöldsins, en þau sitja í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. XY Esports þarf á sigri að halda til að halda í við Vallea í þriðja sætinu, en Vallea getur jafnað Þór í öðru sæti deildarinnar með sigri í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leikjum kvöldsins á Stöð 2 eSport frá klukkan 20:15, eða á Twitch-síðu Rafíþróttasambands Íslands hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn
Nú klukkan 20:30 hefst viðureign Fylkis og Ármanns, en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir getur jafnað Ármann að stigum með sigri, en sigri Ármann í kvöld nær liðið að slíta sig frá botnliðunum tveim, Fylki og Kórdrengjum. XY Esports og Vallea eigast svo við í síðari viðureign kvöldsins, en þau sitja í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. XY Esports þarf á sigri að halda til að halda í við Vallea í þriðja sætinu, en Vallea getur jafnað Þór í öðru sæti deildarinnar með sigri í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leikjum kvöldsins á Stöð 2 eSport frá klukkan 20:15, eða á Twitch-síðu Rafíþróttasambands Íslands hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn