Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2022 12:00 Vísir/Adelina Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.” Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.”
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent