Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2022 09:18 Af skilaboðum sem konan afhenti Stundinni að dæma hafði Einar frumkvæði að samtali um kynlíf gegn greiðslu, öfugt við það sem hann sagði í yfirlýsingu sinni í gær. Vísir/Vilhelm Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. Einar sagði af sér í gær sem formaður SÁÁ og sagði í yfirlýsingu frá honum að ástæðan væri sú að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem boðið hafi verið upp á kynlíf gegn greiðslu. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður,“ segir Einar í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Stundin ræddi við konu, sem stundaði vændi um nokkurra ára skeið til að fjármagna eiturlyfjaneyslu, sem segir Einar hafa keypt af sér vændi. Máli sínu til stuðnings afhendir hún skjáskot af samskiptum sem hún átti í við Einar á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma var Einar í framkvæmdastjórn SÁÁ. Af samskiptunum má sjá að Einar hafði frumkvæði að þeim, en þann 8. nóvember 2016 sendir Einar henni skilaboð: „Sæl, býður þú uppá heimsóknir $.“ Konan segir í samtali við Stundina að hún hafi á þessum árum verið í mikilli neyslu eftir erfið veikindi. Hún hafi misst vinnuna og verið mjög veik en verið skráð á Einkamál.is. Í gegn um vefsíðuna hafi karlmaður haft við hana samband og spurt hvort hún myndi þiggja greiðslu fyrir kynlíf og í örvæntingu sinni hafi hún samþykkt boðið. Í kjölfarið hafi hún búið til Facebook-síðu til þess að menn gætu haft við hana samband, svo hún gæti fjármagnað neysluna. Skilaboðin sem konan leggur fram sýna að Einar hafi átt í samskiptum við hana alveg fram í ágúst 2018. Hér að neðan má lesa samskiptin sem fóru fram á milli Einars og konunnar, og eru sýnd í frétt Stundarinnar: Skilaboð send 8.-12. nóvember 2016Einar: sæl, býður þú uppá heimsóknir $ x: Hæ :) Mér líst vel á þig og er til í að spjalla.... Vil samt áður vita hver benti þér á mig :) Vil vera varkár og vona að þú skiljir það. Einar: hæ, sá þinn prófile á fb, þarf einmitt það sama þeas 100% trúnað Skilaboð send 7.-22. ágúst 2018Einar: Hæ x: Hæ :) Ég er laus núna og næstu daga Einar: Long time... á morgun eftir hádegi? x: Já kl. 13:00 á morgun? Eða ertu með óskatíma? Einar: 13.00 fínt x: .... 30þ ..... Heyri kannski í þér um kl. 12.00 til að staðfesta ;) Einar: Ok, hlakka til x: Sömuleiðis <3 Skilaboð send 2. desember 2016Einar: Sömuleiðis x: Ég er ready ;) Einar: Er á leiðinni, ca 10 mín x: ok Einar: Takk fyrir mig. Gaman að kynnast þér. Er að fíla þig mjög vel Landlækni og meðlimi í framkvæmdastjórn SÁÁ tilkynnt um málið árið 2020 Hún hafi farið í meðferð á Vogi fyrir nokkrum árum og í kjölfarið áttað sig á því að hún þyrfti mikla aðstoð til þess að halda sér edrú. Hún hafi á einhverjum tímapunkti íhugað að kæra Einar vegna málsins, til þess að forða öðrum konum hjá SÁÁ frá sambærilegri upplifun, en guggnað vegna álags. Málið hafi verið tilkynnt Embætti landlæknis árið 2020 og heilbrigðisstarfsmaður svarað í tölvupósti að málið ætti að fara í farveg. Ekki sé þó ljóst í hvaða farveg málið fór hjá landlækni. Á sama tíma og málið hafi verið tilkynnt til Landlæknis hafi Einar verið í formannsframboði innan SÁÁ, en hann var kjörinn formaður árið 2020. Fram kemur í frétt Stundarinnar að hún hafi einnig heimildir fyrir því að manneskju í framkvæmdastjórn SÁÁ hafi verið gert viðvart um vændiskaupin fyrir tæpum tveimur árum. Af því sem Stundin komi næst hafi ekkert verið aðhafst í málinu. Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Vændi Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Einar sagði af sér í gær sem formaður SÁÁ og sagði í yfirlýsingu frá honum að ástæðan væri sú að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem boðið hafi verið upp á kynlíf gegn greiðslu. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður,“ segir Einar í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Stundin ræddi við konu, sem stundaði vændi um nokkurra ára skeið til að fjármagna eiturlyfjaneyslu, sem segir Einar hafa keypt af sér vændi. Máli sínu til stuðnings afhendir hún skjáskot af samskiptum sem hún átti í við Einar á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma var Einar í framkvæmdastjórn SÁÁ. Af samskiptunum má sjá að Einar hafði frumkvæði að þeim, en þann 8. nóvember 2016 sendir Einar henni skilaboð: „Sæl, býður þú uppá heimsóknir $.“ Konan segir í samtali við Stundina að hún hafi á þessum árum verið í mikilli neyslu eftir erfið veikindi. Hún hafi misst vinnuna og verið mjög veik en verið skráð á Einkamál.is. Í gegn um vefsíðuna hafi karlmaður haft við hana samband og spurt hvort hún myndi þiggja greiðslu fyrir kynlíf og í örvæntingu sinni hafi hún samþykkt boðið. Í kjölfarið hafi hún búið til Facebook-síðu til þess að menn gætu haft við hana samband, svo hún gæti fjármagnað neysluna. Skilaboðin sem konan leggur fram sýna að Einar hafi átt í samskiptum við hana alveg fram í ágúst 2018. Hér að neðan má lesa samskiptin sem fóru fram á milli Einars og konunnar, og eru sýnd í frétt Stundarinnar: Skilaboð send 8.-12. nóvember 2016Einar: sæl, býður þú uppá heimsóknir $ x: Hæ :) Mér líst vel á þig og er til í að spjalla.... Vil samt áður vita hver benti þér á mig :) Vil vera varkár og vona að þú skiljir það. Einar: hæ, sá þinn prófile á fb, þarf einmitt það sama þeas 100% trúnað Skilaboð send 7.-22. ágúst 2018Einar: Hæ x: Hæ :) Ég er laus núna og næstu daga Einar: Long time... á morgun eftir hádegi? x: Já kl. 13:00 á morgun? Eða ertu með óskatíma? Einar: 13.00 fínt x: .... 30þ ..... Heyri kannski í þér um kl. 12.00 til að staðfesta ;) Einar: Ok, hlakka til x: Sömuleiðis <3 Skilaboð send 2. desember 2016Einar: Sömuleiðis x: Ég er ready ;) Einar: Er á leiðinni, ca 10 mín x: ok Einar: Takk fyrir mig. Gaman að kynnast þér. Er að fíla þig mjög vel Landlækni og meðlimi í framkvæmdastjórn SÁÁ tilkynnt um málið árið 2020 Hún hafi farið í meðferð á Vogi fyrir nokkrum árum og í kjölfarið áttað sig á því að hún þyrfti mikla aðstoð til þess að halda sér edrú. Hún hafi á einhverjum tímapunkti íhugað að kæra Einar vegna málsins, til þess að forða öðrum konum hjá SÁÁ frá sambærilegri upplifun, en guggnað vegna álags. Málið hafi verið tilkynnt Embætti landlæknis árið 2020 og heilbrigðisstarfsmaður svarað í tölvupósti að málið ætti að fara í farveg. Ekki sé þó ljóst í hvaða farveg málið fór hjá landlækni. Á sama tíma og málið hafi verið tilkynnt til Landlæknis hafi Einar verið í formannsframboði innan SÁÁ, en hann var kjörinn formaður árið 2020. Fram kemur í frétt Stundarinnar að hún hafi einnig heimildir fyrir því að manneskju í framkvæmdastjórn SÁÁ hafi verið gert viðvart um vændiskaupin fyrir tæpum tveimur árum. Af því sem Stundin komi næst hafi ekkert verið aðhafst í málinu.
Skilaboð send 8.-12. nóvember 2016Einar: sæl, býður þú uppá heimsóknir $ x: Hæ :) Mér líst vel á þig og er til í að spjalla.... Vil samt áður vita hver benti þér á mig :) Vil vera varkár og vona að þú skiljir það. Einar: hæ, sá þinn prófile á fb, þarf einmitt það sama þeas 100% trúnað
Skilaboð send 7.-22. ágúst 2018Einar: Hæ x: Hæ :) Ég er laus núna og næstu daga Einar: Long time... á morgun eftir hádegi? x: Já kl. 13:00 á morgun? Eða ertu með óskatíma? Einar: 13.00 fínt x: .... 30þ ..... Heyri kannski í þér um kl. 12.00 til að staðfesta ;) Einar: Ok, hlakka til x: Sömuleiðis <3
Skilaboð send 2. desember 2016Einar: Sömuleiðis x: Ég er ready ;) Einar: Er á leiðinni, ca 10 mín x: ok Einar: Takk fyrir mig. Gaman að kynnast þér. Er að fíla þig mjög vel
Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Vændi Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57
Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ. 18. janúar 2022 16:34
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44