Hetjuleg barátta Kómoreyja dugði ekki til: Kamerún og Gambía í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 21:40 Úr leik Kamerún og Kómoreyja í kvöld. Twitter/CAF_Online Tvær þjóðir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Gambía vann 1-0 sigur á Gíneu á meðan Kamerún vann Kómoreyjar 2-1 í leik þar sem tapliðið neyddist til að spila með útileikmann í marki. Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46