Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 19:16 ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“ Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“
Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00
Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01