Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2022 07:46 Hér má sjá tvö lögreglumannanna, Lane og Kueng, eftir að hafa fært Floyd í járn. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa greitt fyrir vörur í verslun með fölsuðum seðli. Court TV via AP Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent