Húsnæðisvandi verkafólks Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 22. janúar 2022 15:01 Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun