Ekkert ferðaveður fram á kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 07:34 Vindaspáin á hádegi í dag. Veðurstofan Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið. Veður Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið.
Veður Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira