Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 11:27 Neyðarbirgðum komið fyrir í flugvél hers Ástralíu. AP/LACW Kate Czerny Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. Gríðarlega kröftugt sprengigos í nálægu eldfjalli sendi ösku og flóðbylgjur yfir eyjaklasann og eru vatnsból menguð. Flóðbylgjurnar ollu líka miklum skemmdum og er vitað til þess að minnst þrír eru látnir. Í frétt Reuters er haft eftir Branko Sugar að unnið sé að því að hreinsa vatnsból en það gangi erfiðlega. Það sé þeirra eina drykkjarvatn og sé mengað. Þá eigi fólk erfitt með andardrátt vegna allrar öskunnar sem liggur yfir eyjunum. Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Hjálparstarfið til Tonga þykir tiltölulega flókið en snúa þurfti einni flugvél aftur til Ástralíu vegna þess að einn þar um borð greindist með Covid-19. Hingað til hefur kórónuveiran ekki teygt anga sína til Tonga og vonast yfirvöld þar til þess að halda veirunni fjarri. Því þurfa hjálparstörfin í raun að vera snertilaus. Skemmdirnar á Tonga eru miklar.AP/Marian Kupu Ríkisstjórn Tonga lét snúa flugvélinni við þrátt fyrir að ríkisstjórn Ástralíu hafði heitið því að hægt væri að veita hjálparstarf í senn draga úr líkum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Áhöfnin hafði skilað inn neikvæðum hraðprófum en einn greindist smitaður í PCR-prófi. Samkvæmt frétt Guardian voru birgðirnar í flugvélinni færðar yfir í aðra flugvél og henni flogið af stað til Tonga í morgun. Tonga Náttúruhamfarir Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Gríðarlega kröftugt sprengigos í nálægu eldfjalli sendi ösku og flóðbylgjur yfir eyjaklasann og eru vatnsból menguð. Flóðbylgjurnar ollu líka miklum skemmdum og er vitað til þess að minnst þrír eru látnir. Í frétt Reuters er haft eftir Branko Sugar að unnið sé að því að hreinsa vatnsból en það gangi erfiðlega. Það sé þeirra eina drykkjarvatn og sé mengað. Þá eigi fólk erfitt með andardrátt vegna allrar öskunnar sem liggur yfir eyjunum. Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Hjálparstarfið til Tonga þykir tiltölulega flókið en snúa þurfti einni flugvél aftur til Ástralíu vegna þess að einn þar um borð greindist með Covid-19. Hingað til hefur kórónuveiran ekki teygt anga sína til Tonga og vonast yfirvöld þar til þess að halda veirunni fjarri. Því þurfa hjálparstörfin í raun að vera snertilaus. Skemmdirnar á Tonga eru miklar.AP/Marian Kupu Ríkisstjórn Tonga lét snúa flugvélinni við þrátt fyrir að ríkisstjórn Ástralíu hafði heitið því að hægt væri að veita hjálparstarf í senn draga úr líkum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Áhöfnin hafði skilað inn neikvæðum hraðprófum en einn greindist smitaður í PCR-prófi. Samkvæmt frétt Guardian voru birgðirnar í flugvélinni færðar yfir í aðra flugvél og henni flogið af stað til Tonga í morgun.
Tonga Náttúruhamfarir Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05
Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05