Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 10:23 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun ræða áherslur sínar fyrir árið í dag. AP/Robert Bumsted Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða. Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða.
Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira