FIFA takmarkar fjölda lánssamninga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 22:31 Gianni Infantino er forseti FIFA. Harold Cunningham/FIFA Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum. Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur. Fótbolti FIFA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur.
Fótbolti FIFA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira