Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“ Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2022 11:30 Eiríkur Eiríksson og félagar eru klárir í slaginn, víkingaklapp og læti, í Búdapest í kvöld. Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu. Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði. Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði.
Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira