„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. janúar 2022 21:59 Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaraðgerðir á föstudag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41