„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. janúar 2022 21:59 Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaraðgerðir á föstudag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41