Djúpstæður vandi láglaunafólks Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 20. janúar 2022 08:01 Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Sjá meira
Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun