Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 14:32 Húsnæði Nesbúeggs að Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Nesbúegg Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna. Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna.
Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira