Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 12:16 Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið gaus á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur sem varpað var á Hiroshima við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Fjallið sem sést á myndinni er nánast horfið eftir sprengigosið. AP/Maxar Technologies Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn. Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn.
Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36
Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent