Heimsleikarnir 2022 í hættu hjá Söru: Síðustu 72 tímar brjálæðislega stressandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir á meðferðaborðinu hjá sjúkraþjálfara. Hún þarf nú aftur að glíma við hnémeiðsli. Youtube/WIT Meiðsladraugurinn heldur áfram að elta eina allra bestu CrossFit konu Íslands og nú er næsta heimsleika tímabil í hættu. Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira