Þetta eru danski miðjumaðurinn Christian Köhler og sænski varnarmaðurinn Johannes Vall. Báðir komu við sögu í 18 deildarleikjum með Val á síðustu leiktíð.
Köhler er 25 ára gamall og á að baki tímabil í efstu deildum Danmerkur og Svíþjóðar, með Nordsjælland, Helsingör og Trelleborg.
Vall, sem er 29 ára, hefur einnig leikið í efstu deild Svíþjóðar, með Falkenberg og Norrköping.
Bjóðum Johannes Vall og Christian Köhler hjartanlega velkomna uppá Skaga. https://t.co/bTyZ9Syt5D pic.twitter.com/NNeiNmlSwd
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) January 18, 2022
ÍA bjargaði sér með ævintýralegum hætti frá falli úr efstu deild á síðustu leiktíð.
Í síðustu viku tilkynntu Skagamenn um komu miðvarðarins Arons Bjarka Jósepssonar frá KR