Töldu enga ógn stafa af gíslatökumanninum eftir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 11:24 Malik Faisal Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. EPA/RALPH LAUER Leyniþjónusta Bretlands var með Malik Faisal Akram til rannsóknar árið 2020. Þar á bæ var komist að þeirri niðurstöðu að af honum stafaði engin ógn og því gat hann ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann keypti sér byssu og tók fjóra gísla um síðustu helgi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsl við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Samkvæmt heimildum Guardian var rannsókn MI5 á Akram ekki umfangsmikil og lauk henni á seinni hluta ársins 2020. Að rannsókninni lokinni var komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af Akram og var máli hans lokað. Guardian segir að Bandaríkjamönnum hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um hann. Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. Þá kastaði Charlie Cytron-Walker, rabbíni, stól í Akram og notuðu hann og tveir aðrir tækifærið til að flýja. Þegar þeir sluppu réðust lögregluþjónar til atlögu gegn Akram sem dó. Lögreglan hefur enn ekki greint frá því hvort Akram hafi verið skotinn af lögregluþjónum eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Sjá einnig: Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Akram var 44 ára gamall og frá Blackburn í Englandi. Hann hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann er talinn hafa keypt sér skammbyssu í einkasölu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er að skoða ferðir hans í Bandaríkjunum og virðist sem hann hafi haldið til í skýlum fyrir heimilislausa. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni eins neyðarskýlis að Akram hafi verið skutlað þangað af manni sem faðmaði hann. Bandaríkin Bretland Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsl við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Samkvæmt heimildum Guardian var rannsókn MI5 á Akram ekki umfangsmikil og lauk henni á seinni hluta ársins 2020. Að rannsókninni lokinni var komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af Akram og var máli hans lokað. Guardian segir að Bandaríkjamönnum hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um hann. Akram tók gísla í bænahúsi gyðinga í Texas á laugardaginn og var skotinn til bana eftir rúmlega tíu klukkustunda umsátur. Þá kastaði Charlie Cytron-Walker, rabbíni, stól í Akram og notuðu hann og tveir aðrir tækifærið til að flýja. Þegar þeir sluppu réðust lögregluþjónar til atlögu gegn Akram sem dó. Lögreglan hefur enn ekki greint frá því hvort Akram hafi verið skotinn af lögregluþjónum eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Sjá einnig: Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Akram var 44 ára gamall og frá Blackburn í Englandi. Hann hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann er talinn hafa keypt sér skammbyssu í einkasölu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er að skoða ferðir hans í Bandaríkjunum og virðist sem hann hafi haldið til í skýlum fyrir heimilislausa. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni eins neyðarskýlis að Akram hafi verið skutlað þangað af manni sem faðmaði hann.
Bandaríkin Bretland Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54
Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47