Franskur forsetaframbjóðandi sektaður vegna hatursorðræðu Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2022 07:36 Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour er umdeildur í heimalandinu. EPA Franski fjölmiðlamaðurinn Eric Zemmour, sem tilkynnt hefur um framboð sitt til forseta Frakklands í kosningunum í apríl, hefur verið sektaður vegna hatursorðræðu sem hann viðhafði um unga flóttamenn árið 2020. Sakaði hann þá almennt um að vera „þjófa, morðingja og nauðgara“. Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35