Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2022 21:03 Sexi á bænum Óskabakka, sem er sexhyrndur fallegur hrútur með þrjú litamynstur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira