Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 22:44 Hér má sjá bílinn sem sat fastur í stærsta snjóflóðinu við veginn. jónþór eiríksson Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. „Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“ Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“
Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira