Íslendingar á varamannabekkjum | Alfreð spilaði sínar fyrstu mínútur í tvo mánuði Atli Arason skrifar 16. janúar 2022 17:31 Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Albert Guðmundsson þurftu allir að sætta sig við að byrja leiki sinna liða í dag meðal varamanna. Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti. Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti.
Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira