Þó verður þurrt að kalla á vestanverðu landinu fram eftir degi en snjókoma eða slydda á Austurlandinu í dag. Ansi kalt verður víða á landinu og er búist við að frost verði á bilinu 0 til 8 stig síðdegis. Það bætir svo í vind í kvöld og fer að snjóa vestanlands.
Úrkomuminna verður í nótt en á morgun má búast við breytilegri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu og snjókomu víðast hvar á landinu. Frost verður svipað og í dag, 0 til 9 stig.
Það hlýnar síðan nokkuð á mánudag með nokkurri rigningu á Vesturlandi en kólnar fljótt aftur í næstu viku.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Breytileg átt 5-13 m/s og dálítil él, en vestan 10-15 A-til í fyrstu. Frost 0 til 9 stig. Fer að snjóa allvíða um og eftir hádegi, en suðvestan 10-18 og rigning á S- og V-landi undir kvöld með hlýnandi veðri.
Á mánudag:
Suðvestan 10-18 og rigning, en þurrt að kalla A-lands. Hiti 3 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 13-20 og él, en lengst af úrkomulítið á A-landi. Hægari um kvöldið. Hiti um og undir frostmarki.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt og bjart með köflum, en dálítil él við N-ströndina. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en þykknar upp og hlýnar V-til undir kvöld.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og súld eða dálítil rigning, en bjartviðri A-lands. Fremur hlýtt.
Á föstudag:
Útlit fyrir ákveðna SV-átt með skúrum eða éljum og kólnar smám saman.