Kallar eftir aldurskvóta á listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 19:30 Sverrir Norland, rithöfundur og listamannalaunaþegi. Skjáskot/Stöð 2 Rithöfundur telur að koma ætti á einhvers konar aldurskvóta við úthlutun listamannalauna. Hann óttast að ungir og efnilegir listamenn leiti á önnur mið, verði kerfið ekki endurskoðað. Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir. Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir.
Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03