Ólöf Helga er nú varaformaður Eflingar og Agnieszka er starfandi formaður. Ólöf skipar fyrsta sæti listans. Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, ætlar að taka formannsslaginn við Ólöfu og teflir fram öðrum lista sem verið er að leggja lokahönd á að manna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Guðmundur var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 undir forystu Sólveigar Önnu sem var kjörinn formaður.
Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ólöfu í morgun en hún staðfestir í tölvupósti að í gær hafi trúnaðarráð samþykkt listann. Næsta skref er að kjörstjórn mun fara yfir hann og ganga úr skugga um kjörgengi allra aðila á listanum.
Leiðrétting: Upphaflega stóð að Agnieszka væri í öðru sæti listans, en hún var kosin í fyrra og verður því ekki á listanum í ár.