Stjórn í sálarkreppu Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. janúar 2022 07:00 Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun