Seldu fimmtíu þúsund miða á augabragði á El Clasico kvenna í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 16:00 Barcelona vann Meistaradeildina í fyrsta sinn í fyrra og Alexia Putellas fékk Gulhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu. Getty/Thiago Prudênci Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid hafa byggt upp kvennafótboltann hjá sér undanfarin ár og eru nú bæði að gera flotta hluti í Meistaradeild kvenna. Svo fór á endanum að þau drógust saman í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Kvennalið Barcelona fær mjög sjaldan að spila heimaleiki sína á Nývangi þar sem karlarnir spila alla sína heimaleiki. Forráðamenn félagsins fundu aftur á móti að það væri mikill áhugi á heimaleik liðsins á móti Real Madrid í Meistaradeildinni og færðu hann yfir á Nývang. Stelpurnar spila vanalega á Johan Cruyff leikvanginum sem er sex þúsund manna völlur. Það kom fljótt í ljós að þetta var frábær ákvörðun. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Það er óhætt að segja að sala miða hafi gengið vel. 35 þúsund miðar seldust á fyrsta sólarhringnum þegar félagsmenn höfðu forkaupsrétt og sú tala fór upp í fimmtíu þúsund á fyrsta klukkutímanum eftir að opnað var fyrir almenna sölu. Leikurinn fer ekki fram fyrr en 30. mars næstkomandi og það er því nægur tími til að selja miklu fleiri miða. Ódýrustu miðarnir kosta níu evrur eða rúmlega þrettán hundruð íslenskar krónur. Nývangur tekur rúmlega 99 þúsund áhorfendur og það er því nóg af miðum eftir enn. Þetta er aðeins í annað skiptið frá því að kvennalið Barcelona var atvinnumannalið sem það fær að spila á Nývangi. Ólíkt í fyrra skipti, deildarleik á móti Espanyol, þá verða áhorfendur á þessum leik. Leikurinn á móti Espanyol var spilaður fyrir luktum dyrum vegna Covid-19. Barcelona vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni í vetur með markatölunni 24-1. Real Madrid vann fjóra af sex leikjum sínum en átta af tólf mörkum liðsins komu í tveimur leikjum á móti Breiðabliki. Spænski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Kvennalið Barcelona fær mjög sjaldan að spila heimaleiki sína á Nývangi þar sem karlarnir spila alla sína heimaleiki. Forráðamenn félagsins fundu aftur á móti að það væri mikill áhugi á heimaleik liðsins á móti Real Madrid í Meistaradeildinni og færðu hann yfir á Nývang. Stelpurnar spila vanalega á Johan Cruyff leikvanginum sem er sex þúsund manna völlur. Það kom fljótt í ljós að þetta var frábær ákvörðun. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Það er óhætt að segja að sala miða hafi gengið vel. 35 þúsund miðar seldust á fyrsta sólarhringnum þegar félagsmenn höfðu forkaupsrétt og sú tala fór upp í fimmtíu þúsund á fyrsta klukkutímanum eftir að opnað var fyrir almenna sölu. Leikurinn fer ekki fram fyrr en 30. mars næstkomandi og það er því nægur tími til að selja miklu fleiri miða. Ódýrustu miðarnir kosta níu evrur eða rúmlega þrettán hundruð íslenskar krónur. Nývangur tekur rúmlega 99 þúsund áhorfendur og það er því nóg af miðum eftir enn. Þetta er aðeins í annað skiptið frá því að kvennalið Barcelona var atvinnumannalið sem það fær að spila á Nývangi. Ólíkt í fyrra skipti, deildarleik á móti Espanyol, þá verða áhorfendur á þessum leik. Leikurinn á móti Espanyol var spilaður fyrir luktum dyrum vegna Covid-19. Barcelona vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni í vetur með markatölunni 24-1. Real Madrid vann fjóra af sex leikjum sínum en átta af tólf mörkum liðsins komu í tveimur leikjum á móti Breiðabliki.
Spænski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira