Seldu fimmtíu þúsund miða á augabragði á El Clasico kvenna í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 16:00 Barcelona vann Meistaradeildina í fyrsta sinn í fyrra og Alexia Putellas fékk Gulhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu. Getty/Thiago Prudênci Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid hafa byggt upp kvennafótboltann hjá sér undanfarin ár og eru nú bæði að gera flotta hluti í Meistaradeild kvenna. Svo fór á endanum að þau drógust saman í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Kvennalið Barcelona fær mjög sjaldan að spila heimaleiki sína á Nývangi þar sem karlarnir spila alla sína heimaleiki. Forráðamenn félagsins fundu aftur á móti að það væri mikill áhugi á heimaleik liðsins á móti Real Madrid í Meistaradeildinni og færðu hann yfir á Nývang. Stelpurnar spila vanalega á Johan Cruyff leikvanginum sem er sex þúsund manna völlur. Það kom fljótt í ljós að þetta var frábær ákvörðun. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Það er óhætt að segja að sala miða hafi gengið vel. 35 þúsund miðar seldust á fyrsta sólarhringnum þegar félagsmenn höfðu forkaupsrétt og sú tala fór upp í fimmtíu þúsund á fyrsta klukkutímanum eftir að opnað var fyrir almenna sölu. Leikurinn fer ekki fram fyrr en 30. mars næstkomandi og það er því nægur tími til að selja miklu fleiri miða. Ódýrustu miðarnir kosta níu evrur eða rúmlega þrettán hundruð íslenskar krónur. Nývangur tekur rúmlega 99 þúsund áhorfendur og það er því nóg af miðum eftir enn. Þetta er aðeins í annað skiptið frá því að kvennalið Barcelona var atvinnumannalið sem það fær að spila á Nývangi. Ólíkt í fyrra skipti, deildarleik á móti Espanyol, þá verða áhorfendur á þessum leik. Leikurinn á móti Espanyol var spilaður fyrir luktum dyrum vegna Covid-19. Barcelona vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni í vetur með markatölunni 24-1. Real Madrid vann fjóra af sex leikjum sínum en átta af tólf mörkum liðsins komu í tveimur leikjum á móti Breiðabliki. Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Kvennalið Barcelona fær mjög sjaldan að spila heimaleiki sína á Nývangi þar sem karlarnir spila alla sína heimaleiki. Forráðamenn félagsins fundu aftur á móti að það væri mikill áhugi á heimaleik liðsins á móti Real Madrid í Meistaradeildinni og færðu hann yfir á Nývang. Stelpurnar spila vanalega á Johan Cruyff leikvanginum sem er sex þúsund manna völlur. Það kom fljótt í ljós að þetta var frábær ákvörðun. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Það er óhætt að segja að sala miða hafi gengið vel. 35 þúsund miðar seldust á fyrsta sólarhringnum þegar félagsmenn höfðu forkaupsrétt og sú tala fór upp í fimmtíu þúsund á fyrsta klukkutímanum eftir að opnað var fyrir almenna sölu. Leikurinn fer ekki fram fyrr en 30. mars næstkomandi og það er því nægur tími til að selja miklu fleiri miða. Ódýrustu miðarnir kosta níu evrur eða rúmlega þrettán hundruð íslenskar krónur. Nývangur tekur rúmlega 99 þúsund áhorfendur og það er því nóg af miðum eftir enn. Þetta er aðeins í annað skiptið frá því að kvennalið Barcelona var atvinnumannalið sem það fær að spila á Nývangi. Ólíkt í fyrra skipti, deildarleik á móti Espanyol, þá verða áhorfendur á þessum leik. Leikurinn á móti Espanyol var spilaður fyrir luktum dyrum vegna Covid-19. Barcelona vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni í vetur með markatölunni 24-1. Real Madrid vann fjóra af sex leikjum sínum en átta af tólf mörkum liðsins komu í tveimur leikjum á móti Breiðabliki.
Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira