Gestirnir í Genoa komust yfir á 17. mínútu með marki frá Leo Oestigard, og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Það breyttist ekki fyrr en að um stundarfjórðungur var til leiksloka þegar að Olivier Giroud jafnaði metin fyrir Milan-menn eftir stopsendingu frá Theo Hernandez.
Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.
Þar reyndust heimamenn í AC Milan sterkari og mörk frá varamönnunum Rafael Leao og Alexis Saelemaekers tryggðu heimamönnum 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitum Coppa Italia þar sem liðið mætir annað hvort Lazio eða Udinese.