„Þetta er gjörsamlega út í hött“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2022 18:28 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla. Stjórn Persónuverndar birti bréf í dag vegna ummæla Kára um ákvörðun Persónuverndar. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. „Við lítum svo á að það sé alveg ómældur sóðaskapur af þessu stjórnvaldi að þegar við erum á bólakafi í að reyna að hjálpa sóttvarnayfirvöldum að takast á við faraldurinn að þau sjái ástæðu til að leggjast í frumkvæðisathugun á því hvernig þessi hjálp hefur verið reidd fram,“ segir Kári í viðtali í Reykjavík Síðdegis. Kári áður fordæmt Persónuvernd Kári hefur áður sagt að Persónuvernd haldi því fram að stjórnvaldið viti betur en landlæknir, sóttvarnalæknir og yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, um vinnuna sem fram fór þegar blóðsýni voru tekin úr Covid-sjúklingum í apríl á síðasta ári. „Við skulum orða það þannig að þetta er ekki beinlínis gjörningur sem gerir það að verkum að það eigi að vera auðvelt fyrir fólk að leggjast á árarnar þegar þörf krefur. Þetta er gjörsamlega út í hött og ekki nokkur möguleiki að halda því fram að þarna hafi Persónuvernd verið að stjórna sínu samfélagi. Þetta bréf bendir til þess að stjórn Persónuverndar sé enn þá ruglaðari en ég hélt,“ segir Kári. Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52 „Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59 Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Stjórn Persónuverndar birti bréf í dag vegna ummæla Kára um ákvörðun Persónuverndar. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. „Við lítum svo á að það sé alveg ómældur sóðaskapur af þessu stjórnvaldi að þegar við erum á bólakafi í að reyna að hjálpa sóttvarnayfirvöldum að takast á við faraldurinn að þau sjái ástæðu til að leggjast í frumkvæðisathugun á því hvernig þessi hjálp hefur verið reidd fram,“ segir Kári í viðtali í Reykjavík Síðdegis. Kári áður fordæmt Persónuvernd Kári hefur áður sagt að Persónuvernd haldi því fram að stjórnvaldið viti betur en landlæknir, sóttvarnalæknir og yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, um vinnuna sem fram fór þegar blóðsýni voru tekin úr Covid-sjúklingum í apríl á síðasta ári. „Við skulum orða það þannig að þetta er ekki beinlínis gjörningur sem gerir það að verkum að það eigi að vera auðvelt fyrir fólk að leggjast á árarnar þegar þörf krefur. Þetta er gjörsamlega út í hött og ekki nokkur möguleiki að halda því fram að þarna hafi Persónuvernd verið að stjórna sínu samfélagi. Þetta bréf bendir til þess að stjórn Persónuverndar sé enn þá ruglaðari en ég hélt,“ segir Kári. Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52 „Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59 Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52
„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59
Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13