Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2022 19:30 Helga Benediktsdóttir. ARNAR HALLDÓRSSON Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. Helga Benediktsdóttir sem er 58 ára greindi frá því á Facebook í fyrradag að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára Aupair í Kanada. Helga segir að maðurinn sem hún vann og bjó hjá, sem þá var á fimmtugsaldri hafi laumast til hennar á nóttunni og sent vini sína til hennar í sama tilgangi. „Hann fer að senda vini sína heim og segir mér að ég eigi að taka vel á móti þeim. Þetta voru þrír vinir hans sem komu reglulega og sendu leigubíla eftir mér ef þeir voru annars staðar. Ég get svo svarið það að á þessum tíma þá hélt ég að svona ætti þetta að vera. Ég hélt að svona væri það að vera fullorðin,“ sagði Helga. Hún segir að þær ungu konur sem stigið hafi fram á undanförnum dögum, vikum og mánuðum hafi verið henni hvatning til þess að stíga fram og skila skömminni eftir 42 ára þögn. Stolt af ungum konum sem nú séu að breyta samfélaginu „Umræðan hefur aldrei verið svona, að mitt mál gæti skipt máli. Því mitt mál er lítið miðað við mál margra sem ég þekki. Og ég er svo stolt af þessum ungu konum í dag. Ástandið í dag er örugglega ekkert verra en það var hér áður fyrr en þöggunin var algjör.“ Helga óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram vegna áratuga langrar þöggunar. „Það virðist ætla að verða rosalegt gap á milli minnar kynslóðar og svo dætra minna og ykkar.“ Dæturnar stoltar Hún segir að það hafi verið mikill léttir að stíga fram. „Tilfinningin er alveg æðisleg vegna þess að dætur mínar eru svo stoltar af mér.“ Hún hvetur konur á hennar aldri til þess að skila skömminni. „Látiði heyra í ykkur. Bara lítill pistill á Facebook, bara látum heyra í okkur.“ Slíta samstarfi við Arnar Grant og Ara Edwald sagt upp Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku eftir að hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur. Í dag ákvað Kaupfélag Skagfirðinga að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu vegna málsins en einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn. Ara Edwald, framkvæmdastjóra Ísey útflutning hefur verið sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þessu greindi stjórn Íseyjar útflutnings frá í tölvupósti sem sendur var á félagsmenn Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi. Í samtali við fréttastofu sagði kúabóndi að mörgum bændum hafi ekki fundist hlutirnir hreyfast nógu hratt í máli Ara eftir að stjórn Íseyjar útflutnings varð kunnugt um málið. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Helga Benediktsdóttir sem er 58 ára greindi frá því á Facebook í fyrradag að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára Aupair í Kanada. Helga segir að maðurinn sem hún vann og bjó hjá, sem þá var á fimmtugsaldri hafi laumast til hennar á nóttunni og sent vini sína til hennar í sama tilgangi. „Hann fer að senda vini sína heim og segir mér að ég eigi að taka vel á móti þeim. Þetta voru þrír vinir hans sem komu reglulega og sendu leigubíla eftir mér ef þeir voru annars staðar. Ég get svo svarið það að á þessum tíma þá hélt ég að svona ætti þetta að vera. Ég hélt að svona væri það að vera fullorðin,“ sagði Helga. Hún segir að þær ungu konur sem stigið hafi fram á undanförnum dögum, vikum og mánuðum hafi verið henni hvatning til þess að stíga fram og skila skömminni eftir 42 ára þögn. Stolt af ungum konum sem nú séu að breyta samfélaginu „Umræðan hefur aldrei verið svona, að mitt mál gæti skipt máli. Því mitt mál er lítið miðað við mál margra sem ég þekki. Og ég er svo stolt af þessum ungu konum í dag. Ástandið í dag er örugglega ekkert verra en það var hér áður fyrr en þöggunin var algjör.“ Helga óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram vegna áratuga langrar þöggunar. „Það virðist ætla að verða rosalegt gap á milli minnar kynslóðar og svo dætra minna og ykkar.“ Dæturnar stoltar Hún segir að það hafi verið mikill léttir að stíga fram. „Tilfinningin er alveg æðisleg vegna þess að dætur mínar eru svo stoltar af mér.“ Hún hvetur konur á hennar aldri til þess að skila skömminni. „Látiði heyra í ykkur. Bara lítill pistill á Facebook, bara látum heyra í okkur.“ Slíta samstarfi við Arnar Grant og Ara Edwald sagt upp Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku eftir að hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur. Í dag ákvað Kaupfélag Skagfirðinga að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu vegna málsins en einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn. Ara Edwald, framkvæmdastjóra Ísey útflutning hefur verið sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þessu greindi stjórn Íseyjar útflutnings frá í tölvupósti sem sendur var á félagsmenn Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi. Í samtali við fréttastofu sagði kúabóndi að mörgum bændum hafi ekki fundist hlutirnir hreyfast nógu hratt í máli Ara eftir að stjórn Íseyjar útflutnings varð kunnugt um málið.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40
Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30