The Lost Daughter: Smárabíó bjargar frábærri mynd úr klóm Netflix Heiðar Sumarliðason skrifar 11. janúar 2022 20:00 Olivia Colman á stjörnuleik í The Lost Daughter. The Lost Daughter var frumsýnd í flestum löndum á Netflix á gamlársdag. Hún kom hins vegar í Háskóla- og Smárabíó hér á landi sl. föstudag. Guði sé lof. Ég held að það sé fátt sem höfði jafn lítið til mín og áhorf á art-house kvikmyndir í sjónvarpi. Ég er þess viss að ég hefði ekki enst lengi fyrir framan The Lost Daughter heima í stofu, eða uppi í rúmi með tölvuna í kjöltunni. Þetta er BÍÓmynd. Þetta er kvikmynd sem þú vilt hafa alla þína einbeitingu á. Mér eiginlega hryllir við tilhugsuninni ef Netflix hefði tekist að eyðileggja þessa bíóupplifun fyrir mér með því að læsa klónum í hana hér á landi. Ég er jafnvel farinn að efast um upplifun mína á Power of the Dog, sem ég skrifaði frekar neikvæðan dóm um hér á síðum Vísis fyrir ekki svo löngu. Hefði mér líkað betur við Power of the Dog ef ég hefði séð hana í bíói en ekki á Netflix? Það er orðið of seint að komast að því núna, en mikið er ég orðinn þreyttur á því að neyðast til að sjá þungar og hægar dramamyndir í streymi. Dakota Johnson og Olivia Colman í hlutverkum sínum. En burtséð frá öllum þessum Netflix-blús, þá er The Lost Daughter virkilega vel heppnuð frumraun leikkonunnar Maggie Gyllenhaal á leikstjórnar- og handritsskrifavettvanginum. Hún byggir á skáldsögu andlitslausa höfundarins Elenu Ferrante, sem er einskonar Stella Blómkvist Ítalíu. Þá á ég við að höfundarnafnið er dulnefni, en þar endar samanburðurinn. Kanar spilla friðinum The Lost Daughter fjallar um Ledu, enskan prófessor í ítölskum bókmenntum, sem hefur komið sér fyrir í litlum grískum bæ, þar sem hún ætlar að eyða sumarfríinu við rólega strönd og vinna í rannsóknum sínum. Leda var þó ekki lengi í Paradís, þar sem hávær hópur Bandaríkjamanna spillir friðinum og tekur sér bólfestu á ströndinni. Þetta kemur af stað mjög svo undarlegri atburðarás, þar sem Leda blandast inn í líf þessa fólks. Það er eilítið erfitt að henda reiður á hverslags kvikmynd The Lost Daughter er meðan á áhorfinu stendur. Hún daðrar við að fara í aðra átt en verður raunin, ég er ánægður með það að hún sleppti því, en einnig ánægður með að hún hafi daðrað við það. Ég ætla ekki að segja hvaða átt það er, því partur af sjarmanum við myndina er að átta sig ekki alveg á því hvert hún er að fara og hverslags kvikmyndategund hún tilheyrir. Stikla myndarinnar hjálpar til við að viðhalda dulúðinni en hún gefur ekki upp of mikið og þú áttar þig ekki 100% á því hverslags mynd þú ert að fara að sjá. Sé hún skoðuð aftur eftir áhorf á myndina sjálfa, áttar maður sig enn betur á því hve listilega vel af hendi leyst hún er. Konan sem enginn veit hvað er gömul Olivia Colman braust mjög skyndilega fram á sjónarsviðið fyrir ekki svo mörgum árum, þegar hún lék drottninguna Önnu í The Favourite. Þar sem ég verð sífellt verri með það að muna nöfn og andlit leikara, hélt ég að hún væri nú þegar einhver stórstjarna sem ég hefði bara ekki gefið gaum. Ég er í hinsvegar núna fyrst að átta mig á því hve risastórum straumhvörfum í hennar ferli hlutverkið í The Favourite olli, þar sem hún hafði áður verið í aukahlutverkum. Colman er leikkona sem ótrúlega erfitt er að átta sig á. Hún lék t.d. Elísabetu II í The Crown frá 38 ára fram á sjötugsaldurinn. Ég varð því hálf ringlaður þegar umræður um aldur persónu hennar áttu sér stað í myndinni og ein Bandaríkjamannanna, Callie (Dagmara Domińczyk), taldi hana rúmlega fertuga. Ég var viss um að hún væri að gera stólpagrín að henni, þar sem ég hélt að Olivia Colman væri tæplega sextug, en kemur svo á daginn að hún er fædd 1974 og verður því 48 ára í síðar á árinu. Eftir á að hyggja var ekki heil brú í því að ég teldi hana svona gamla, hún lítur augljóslega út fyrir að vera 48 ára en er hinsvegar svo frábær leikkona að hún getur sannfært mann um allan fjandann. Hversu gömul er Olivia Colman? Fertug eða sextug? Það veit enginn. Leikkonurnar sem búið er að safna saman í þessa mynd eru svo mikið konfekt að langt er síðan annað eins hefur sést. Hin frábær Jessie Buckely leikur yngri útgáfu af Ledu í endurlitum. Hún er t.d. ein af þessum leikurum sem fólk þekkir í sjón en man e.t.v. ekki alveg hvar það sá hana. Hún lék sum sé aðalhlutverkið í I'm Thinking of Ending Things, kvikmynd Charlie Kaufman (dæmi um art house-mynd sem Netflix eyðilagði með því að hleypa ekki í kvikmyndahús). Buckley eykur hróður sinn enn frekar hér og er nafn sem vert er að leggja á minnið. Dakota Johnson og Dagmara Dominczyk leika bandarísku konurnar tvær. Ég áttaði mig hreinlega ekki á því að þetta væri Dakota Johnson sem léki Nínu. Þetta er nafn sem ég hef milljón sinnum heyrt, þá helst í tengslum við Fifty Shades myndirnar (sem ég hef aldrei séð), og að hún er dóttir Don Johnson og Melanie Griffith. Þegar ég lít svo yfir ferilskrá hennar þá átta ég mig á því að ég hef ekki séð eina einustu mynd sem hún hefur leikið í (fyrir utan The Social Network, en þar var hún í mýflugumynd). Það kom mér því mikið á óvart þegar ég las eftir að hafa klárað myndina að Dakota Johnson, sem ég hef oft heyrt getið, lék Nínu svo listilega. Þá á ég við að ég var búinn að sjá fyrir mér að hún væri miklu verri leikkona. Sennilega voru það fordómar mínir fyrir því hve slöpp og pirrandi leikkona móðir hennar er sem fengu mig til að telja hana af mun lægra kalíberi. Hver er þessi Dagmara Dominczyk? Hins vegar er það hin pólsk-bandaríska Dominczyk sem stelur senunni sem Callie. Atriðin á milli hennar og Colman á ströndinni („Viltu köku?“) eru mögnuð. Í hvert einasta skipti sem hún kemur inn í rammann hugsar maður: Nú er eitthvað krassandi að fara að gerast. Af hverju er verið að fela þessa frábæru leikkonu? Horfandi á Dominczyk á tjaldinu hugsaði ég með mér að þetta væri leikkona sem ég ætti að þekkja. Ég gat samt engan veginn komið henni fyrir mig, sem er kannski ekki skrítið því hún hefur í raun ekki gert mikið sem ég hef séð. Ég hjó þó eftir því að hún leikur í Succession-þáttunum, sem ég hef sannarlega séð. Eftir smá eftirgrennslan komst ég að því að hún leikur Karolinu Novotney, eina af persónunum úr lögfræðiteymi Waystar RoyCo. Karakter sem á ekkert sameiginlegt með Callie, hvorki persónuleikann né útlitið. Það er í raun merkilegt að þetta sé sama manneskjan í báðum hlutverkum. Þetta er allavega nafn sem ég mun ekki gleyma. Karlleikararnir eru meira í bakgrunninum. Það er þó ánægjulegt að sjá Ed Harris dúkka upp í hlutverki húsvarðarins Lyle. Hins vegar er klárt mál að Peter Sarsgaard þurfti að sofa hjá leikstjóranum til að fá hlutverk hins kynþokkafulla prófessor Hardy. Ég fyrirgef Maggie Gyllenhaal þó að hafa ráðið eiginmann sinn, því hann er hreinlega frábær og er aftur svona leikari sem ég skil ekki af hverju ég þekki ekki betur. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægur hluti af starfi leikstjórans að ráða rétta fólkið og neglir Maggie þann hluta 100%. Hún stendur sig reyndar frábærlega í öllum eindum þess starfs sem hún á að inna af hendi og er ótrúlega spennandi ný rödd í flóruna. Niðurstaða: Leikkonan Maggie Gyllenhaal brýst fram á sjónarsviðið með látum sem leikstjóri og handritshöfundur í þessari frábæru kvikmynd byggðri á skáldsögu Elenu Ferante. Henni til stuðnings er svo stórkostlegur hópur leikara. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um The Lost Daughter. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á Stjörnubíó. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ég held að það sé fátt sem höfði jafn lítið til mín og áhorf á art-house kvikmyndir í sjónvarpi. Ég er þess viss að ég hefði ekki enst lengi fyrir framan The Lost Daughter heima í stofu, eða uppi í rúmi með tölvuna í kjöltunni. Þetta er BÍÓmynd. Þetta er kvikmynd sem þú vilt hafa alla þína einbeitingu á. Mér eiginlega hryllir við tilhugsuninni ef Netflix hefði tekist að eyðileggja þessa bíóupplifun fyrir mér með því að læsa klónum í hana hér á landi. Ég er jafnvel farinn að efast um upplifun mína á Power of the Dog, sem ég skrifaði frekar neikvæðan dóm um hér á síðum Vísis fyrir ekki svo löngu. Hefði mér líkað betur við Power of the Dog ef ég hefði séð hana í bíói en ekki á Netflix? Það er orðið of seint að komast að því núna, en mikið er ég orðinn þreyttur á því að neyðast til að sjá þungar og hægar dramamyndir í streymi. Dakota Johnson og Olivia Colman í hlutverkum sínum. En burtséð frá öllum þessum Netflix-blús, þá er The Lost Daughter virkilega vel heppnuð frumraun leikkonunnar Maggie Gyllenhaal á leikstjórnar- og handritsskrifavettvanginum. Hún byggir á skáldsögu andlitslausa höfundarins Elenu Ferrante, sem er einskonar Stella Blómkvist Ítalíu. Þá á ég við að höfundarnafnið er dulnefni, en þar endar samanburðurinn. Kanar spilla friðinum The Lost Daughter fjallar um Ledu, enskan prófessor í ítölskum bókmenntum, sem hefur komið sér fyrir í litlum grískum bæ, þar sem hún ætlar að eyða sumarfríinu við rólega strönd og vinna í rannsóknum sínum. Leda var þó ekki lengi í Paradís, þar sem hávær hópur Bandaríkjamanna spillir friðinum og tekur sér bólfestu á ströndinni. Þetta kemur af stað mjög svo undarlegri atburðarás, þar sem Leda blandast inn í líf þessa fólks. Það er eilítið erfitt að henda reiður á hverslags kvikmynd The Lost Daughter er meðan á áhorfinu stendur. Hún daðrar við að fara í aðra átt en verður raunin, ég er ánægður með það að hún sleppti því, en einnig ánægður með að hún hafi daðrað við það. Ég ætla ekki að segja hvaða átt það er, því partur af sjarmanum við myndina er að átta sig ekki alveg á því hvert hún er að fara og hverslags kvikmyndategund hún tilheyrir. Stikla myndarinnar hjálpar til við að viðhalda dulúðinni en hún gefur ekki upp of mikið og þú áttar þig ekki 100% á því hverslags mynd þú ert að fara að sjá. Sé hún skoðuð aftur eftir áhorf á myndina sjálfa, áttar maður sig enn betur á því hve listilega vel af hendi leyst hún er. Konan sem enginn veit hvað er gömul Olivia Colman braust mjög skyndilega fram á sjónarsviðið fyrir ekki svo mörgum árum, þegar hún lék drottninguna Önnu í The Favourite. Þar sem ég verð sífellt verri með það að muna nöfn og andlit leikara, hélt ég að hún væri nú þegar einhver stórstjarna sem ég hefði bara ekki gefið gaum. Ég er í hinsvegar núna fyrst að átta mig á því hve risastórum straumhvörfum í hennar ferli hlutverkið í The Favourite olli, þar sem hún hafði áður verið í aukahlutverkum. Colman er leikkona sem ótrúlega erfitt er að átta sig á. Hún lék t.d. Elísabetu II í The Crown frá 38 ára fram á sjötugsaldurinn. Ég varð því hálf ringlaður þegar umræður um aldur persónu hennar áttu sér stað í myndinni og ein Bandaríkjamannanna, Callie (Dagmara Domińczyk), taldi hana rúmlega fertuga. Ég var viss um að hún væri að gera stólpagrín að henni, þar sem ég hélt að Olivia Colman væri tæplega sextug, en kemur svo á daginn að hún er fædd 1974 og verður því 48 ára í síðar á árinu. Eftir á að hyggja var ekki heil brú í því að ég teldi hana svona gamla, hún lítur augljóslega út fyrir að vera 48 ára en er hinsvegar svo frábær leikkona að hún getur sannfært mann um allan fjandann. Hversu gömul er Olivia Colman? Fertug eða sextug? Það veit enginn. Leikkonurnar sem búið er að safna saman í þessa mynd eru svo mikið konfekt að langt er síðan annað eins hefur sést. Hin frábær Jessie Buckely leikur yngri útgáfu af Ledu í endurlitum. Hún er t.d. ein af þessum leikurum sem fólk þekkir í sjón en man e.t.v. ekki alveg hvar það sá hana. Hún lék sum sé aðalhlutverkið í I'm Thinking of Ending Things, kvikmynd Charlie Kaufman (dæmi um art house-mynd sem Netflix eyðilagði með því að hleypa ekki í kvikmyndahús). Buckley eykur hróður sinn enn frekar hér og er nafn sem vert er að leggja á minnið. Dakota Johnson og Dagmara Dominczyk leika bandarísku konurnar tvær. Ég áttaði mig hreinlega ekki á því að þetta væri Dakota Johnson sem léki Nínu. Þetta er nafn sem ég hef milljón sinnum heyrt, þá helst í tengslum við Fifty Shades myndirnar (sem ég hef aldrei séð), og að hún er dóttir Don Johnson og Melanie Griffith. Þegar ég lít svo yfir ferilskrá hennar þá átta ég mig á því að ég hef ekki séð eina einustu mynd sem hún hefur leikið í (fyrir utan The Social Network, en þar var hún í mýflugumynd). Það kom mér því mikið á óvart þegar ég las eftir að hafa klárað myndina að Dakota Johnson, sem ég hef oft heyrt getið, lék Nínu svo listilega. Þá á ég við að ég var búinn að sjá fyrir mér að hún væri miklu verri leikkona. Sennilega voru það fordómar mínir fyrir því hve slöpp og pirrandi leikkona móðir hennar er sem fengu mig til að telja hana af mun lægra kalíberi. Hver er þessi Dagmara Dominczyk? Hins vegar er það hin pólsk-bandaríska Dominczyk sem stelur senunni sem Callie. Atriðin á milli hennar og Colman á ströndinni („Viltu köku?“) eru mögnuð. Í hvert einasta skipti sem hún kemur inn í rammann hugsar maður: Nú er eitthvað krassandi að fara að gerast. Af hverju er verið að fela þessa frábæru leikkonu? Horfandi á Dominczyk á tjaldinu hugsaði ég með mér að þetta væri leikkona sem ég ætti að þekkja. Ég gat samt engan veginn komið henni fyrir mig, sem er kannski ekki skrítið því hún hefur í raun ekki gert mikið sem ég hef séð. Ég hjó þó eftir því að hún leikur í Succession-þáttunum, sem ég hef sannarlega séð. Eftir smá eftirgrennslan komst ég að því að hún leikur Karolinu Novotney, eina af persónunum úr lögfræðiteymi Waystar RoyCo. Karakter sem á ekkert sameiginlegt með Callie, hvorki persónuleikann né útlitið. Það er í raun merkilegt að þetta sé sama manneskjan í báðum hlutverkum. Þetta er allavega nafn sem ég mun ekki gleyma. Karlleikararnir eru meira í bakgrunninum. Það er þó ánægjulegt að sjá Ed Harris dúkka upp í hlutverki húsvarðarins Lyle. Hins vegar er klárt mál að Peter Sarsgaard þurfti að sofa hjá leikstjóranum til að fá hlutverk hins kynþokkafulla prófessor Hardy. Ég fyrirgef Maggie Gyllenhaal þó að hafa ráðið eiginmann sinn, því hann er hreinlega frábær og er aftur svona leikari sem ég skil ekki af hverju ég þekki ekki betur. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægur hluti af starfi leikstjórans að ráða rétta fólkið og neglir Maggie þann hluta 100%. Hún stendur sig reyndar frábærlega í öllum eindum þess starfs sem hún á að inna af hendi og er ótrúlega spennandi ný rödd í flóruna. Niðurstaða: Leikkonan Maggie Gyllenhaal brýst fram á sjónarsviðið með látum sem leikstjóri og handritshöfundur í þessari frábæru kvikmynd byggðri á skáldsögu Elenu Ferante. Henni til stuðnings er svo stórkostlegur hópur leikara. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um The Lost Daughter. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á Stjörnubíó.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira