Lentu á kafi í vatni í miðjum íshokkíleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 12:15 Íshokkíleikmennirnir Alexei Marchenko og Niko Ojamaki þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að enda ofan í vatni í leik þeirra en myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lykilatriði þegar þú spilar íshokkí er auðvitað að ísinn sé frosinn. Hann var það reyndar í leik í svissnesku deildinni á dögunum en tveir leikmenn enduðu engu að síður á bólakafi í miðjum leik. Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2. Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2.
Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira