Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2022 21:50 Eyja Margrét Brynjólfsdóttir er prófessor í heimspeki. Stöð 2 Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32