Hamfarir á golfvellinum í Grindavík Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 12:44 Seinni níu holur hins ágæta golvallar Grindvíkinga voru að hálfu undir sjó í gær þegar veðurhamurinn var sem verstur. Öldurnar höfðu hent stærðar grjóthnullungum upp á völlinn og þar er verk að vinna. Ingibjörg Grétarsdóttir Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir sjávargrjótið sem gekk upp á land og á völlinn áfall fyrir lítinn klúbb. Myndir sem Vísi hefur borist sýna að golfvöllinn, það er seinni níu holur vallarins, hálfan undir sjó og upp á land hafa gengið grjóthnullungarnir. Heilu björgin í raun. Varla er hægt að ímynda sér að þar verði leikið golf í bráð en annað er að heyra á Helga sem er hinn rólegasti þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú í morgun. „Við höfum séð það svartara,“ segir Helgi og rifjar upp að í febrúar 2020 fengu þeir svipað yfir sig; sjó og veður. „Ég á eftir að kanna aðstæður endanlega. En fljótt á litið var það verra þá. Engu að síður er þetta ekki gott og fyrir lítinn klúbb með takmarkaða fjármuni úr að spila er þetta erfitt,“ segir Helgi. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku af ástandinu eins og það var í gær, tekið af Ingibjörgu Grétarsdóttur sem átti þá leið þar hjá. Klippa: Golfvöllur á kafi Illt ef þetta er það sem koma skal Helgi segir það reyndar með ólíkindum að þeir fái nú yfir sig hliðstæðar hamfarir, nú tvisvar á þremur árum. En þá, 2020, mundu elstu menn ekki annað eins. Þannig að þetta er spurning hvort þetta er merki um það sem koma skal á næstu árum. Helgi Dan. Ljóst er að verk er að vinna en framkvæmdastjórinn er furðu rólegur og lofar því að kylfingar geti komið í vor og spilað völlinn eins og ekkert hafi í skorist. „Þetta er ekki það sem vik óskum okkur, en við tæklum þetta. Við gerðum það síðast og ég hef enga trú á því að við gerum ekki slíkt hið sama núna. Við eigum við skemmdir að eiga og mikið hreinsunarstarf fyrir höndum en við tökum það á brostaktíkina.“ Árið 2020 dáðust einmitt margir af dugnaði Grindvíkinga við að koma vellinum í stand fyrir tímabilið. „Já, það verður svipað uppá tengingnum núna. Ég get lofað þér því að þú getur komið og spilað golf í lok apríl. Ég hef ekki trú á að það séu skemmdir sem við getum ekki lagað fyrir vorið. En þetta er ekki gott.“ Grjótið getur farið illa með sláttuvélarnar Alla jafna er þarna golfvöllur en ekki sjór. En sú var staðan í gær.Ingibjörg Grétarsdóttir Stöðugur straumur fólks hefur verið í morgun sem hefur gert sér leið að vellinum til að skoða aðstæður. Helgi segir að þegar veðurhamurinn sé slíkur og svona hátt í sjónum þá gerist þetta og lítið við því að gera. Síðast fékk klúbburinn hjálp frá bænum sem aðstoðaði með myndarbrag. Sendur var maður á vinnuvél sem var með sóp framan á og var í viku við að yfirfara völlinn því vont er ef grjót fer í slátturvélarnar sem eru reglulega að störfum. Bæjaryfirvöld hafa þegar sett sig í samband við klúbbinn. „Það sem gerist er að það kemur mikið af litlu grjóti úr fjörunni og inn á völlinn sem fer illa með vélar ef slegið er í þetta. Þarf að sópa því öllu til. Ég hef minni áhyggjur af þara og öðrum sjávargróðri,“ segir Helgi sem er að búa sig undir verulegt álag fyrir starfslið klúbbsins og sjálfboðaliða. „Við skorumst ekki undan því. Síðast voru þetta fleiri hundruð kíló af steinum sem gengu langt uppá land. Eitthvað minna núna. En við tökum glöð á móti kylfingum með brosi á vör á skemmtilegasta velli landsins,“ segir Helgi Dan, furðu brattur og kátur miðað við aðstæður. Grindavík Golf Félagasamtök Tengdar fréttir „Margt sem hefði getað farið illa“ Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. 7. janúar 2022 11:54 Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Myndir sem Vísi hefur borist sýna að golfvöllinn, það er seinni níu holur vallarins, hálfan undir sjó og upp á land hafa gengið grjóthnullungarnir. Heilu björgin í raun. Varla er hægt að ímynda sér að þar verði leikið golf í bráð en annað er að heyra á Helga sem er hinn rólegasti þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú í morgun. „Við höfum séð það svartara,“ segir Helgi og rifjar upp að í febrúar 2020 fengu þeir svipað yfir sig; sjó og veður. „Ég á eftir að kanna aðstæður endanlega. En fljótt á litið var það verra þá. Engu að síður er þetta ekki gott og fyrir lítinn klúbb með takmarkaða fjármuni úr að spila er þetta erfitt,“ segir Helgi. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku af ástandinu eins og það var í gær, tekið af Ingibjörgu Grétarsdóttur sem átti þá leið þar hjá. Klippa: Golfvöllur á kafi Illt ef þetta er það sem koma skal Helgi segir það reyndar með ólíkindum að þeir fái nú yfir sig hliðstæðar hamfarir, nú tvisvar á þremur árum. En þá, 2020, mundu elstu menn ekki annað eins. Þannig að þetta er spurning hvort þetta er merki um það sem koma skal á næstu árum. Helgi Dan. Ljóst er að verk er að vinna en framkvæmdastjórinn er furðu rólegur og lofar því að kylfingar geti komið í vor og spilað völlinn eins og ekkert hafi í skorist. „Þetta er ekki það sem vik óskum okkur, en við tæklum þetta. Við gerðum það síðast og ég hef enga trú á því að við gerum ekki slíkt hið sama núna. Við eigum við skemmdir að eiga og mikið hreinsunarstarf fyrir höndum en við tökum það á brostaktíkina.“ Árið 2020 dáðust einmitt margir af dugnaði Grindvíkinga við að koma vellinum í stand fyrir tímabilið. „Já, það verður svipað uppá tengingnum núna. Ég get lofað þér því að þú getur komið og spilað golf í lok apríl. Ég hef ekki trú á að það séu skemmdir sem við getum ekki lagað fyrir vorið. En þetta er ekki gott.“ Grjótið getur farið illa með sláttuvélarnar Alla jafna er þarna golfvöllur en ekki sjór. En sú var staðan í gær.Ingibjörg Grétarsdóttir Stöðugur straumur fólks hefur verið í morgun sem hefur gert sér leið að vellinum til að skoða aðstæður. Helgi segir að þegar veðurhamurinn sé slíkur og svona hátt í sjónum þá gerist þetta og lítið við því að gera. Síðast fékk klúbburinn hjálp frá bænum sem aðstoðaði með myndarbrag. Sendur var maður á vinnuvél sem var með sóp framan á og var í viku við að yfirfara völlinn því vont er ef grjót fer í slátturvélarnar sem eru reglulega að störfum. Bæjaryfirvöld hafa þegar sett sig í samband við klúbbinn. „Það sem gerist er að það kemur mikið af litlu grjóti úr fjörunni og inn á völlinn sem fer illa með vélar ef slegið er í þetta. Þarf að sópa því öllu til. Ég hef minni áhyggjur af þara og öðrum sjávargróðri,“ segir Helgi sem er að búa sig undir verulegt álag fyrir starfslið klúbbsins og sjálfboðaliða. „Við skorumst ekki undan því. Síðast voru þetta fleiri hundruð kíló af steinum sem gengu langt uppá land. Eitthvað minna núna. En við tökum glöð á móti kylfingum með brosi á vör á skemmtilegasta velli landsins,“ segir Helgi Dan, furðu brattur og kátur miðað við aðstæður.
Grindavík Golf Félagasamtök Tengdar fréttir „Margt sem hefði getað farið illa“ Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. 7. janúar 2022 11:54 Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Margt sem hefði getað farið illa“ Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. 7. janúar 2022 11:54
Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00