Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 20:00 Sannkallað stöðuvatn hafði myndast á planinu þegar mest lét í morgun. Vísir/Vilhelm Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm
Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13