Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 20:00 Sannkallað stöðuvatn hafði myndast á planinu þegar mest lét í morgun. Vísir/Vilhelm Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm
Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13