Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 14:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22