Forsíðufyrirsögnin: „Þyngdist um 15 kíló og hefur aldrei litið betur út” Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 6. janúar 2022 13:31 Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Fjölmiðlar Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun