Sigríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 07:56 Sigríður Hulda Jónsdóttir. Aðsend Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Huldu, en ljóst er að nýr maður verður í brúnni hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér. Í tilkynningunni kemur fram að Sigríður Hulda hafi tekið sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ árið 2014. „Þá hafði hún verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil. Síðastliðin átta ár hefur Sigríður Hulda verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig forseti bæjarstjórnar. Á þessum árum hefur Sigríður Hulda komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik- og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, hefur einnig tilkynnt að hún bjóði sig fram til að leiða listann. Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Huldu, en ljóst er að nýr maður verður í brúnni hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér. Í tilkynningunni kemur fram að Sigríður Hulda hafi tekið sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ árið 2014. „Þá hafði hún verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil. Síðastliðin átta ár hefur Sigríður Hulda verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig forseti bæjarstjórnar. Á þessum árum hefur Sigríður Hulda komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik- og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, hefur einnig tilkynnt að hún bjóði sig fram til að leiða listann.
Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49
Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31