Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2022 16:58 Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í kvöld og í nótt. Veðurstofa Ísland Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Veðurstofan sendi frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í morgun. Þeim veðurviðvörunum hefur verið breytt í appelsínugular fyrir stærstan hluta þess svæðis. Á suðurlandi er gulviðvörun frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 23 og er varað við suðaustan stormi eða roki og búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum við Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Klukkan 23 breytist þessi viðvörun í appelsínugula viðvörun og er þá varað við því að víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar. Viðvörunin gildir til klukkan fjögur í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Við Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 21 og gildir hún til 23. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru sagðar líklegar og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Klukkan 23 í kvöld hvessir enn fremur og má búast við sérlega snörpum vindhviðum við fjöll. Þá má búast við víðtækum samgöngutruflunum á vegum og er ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi til klukkan fimm í fyrramálið. Við Breiðafjörð er sömuleiðis appelsínugul viðvörun í gildi frá miðnætti til klukkan sex í fyrramálið. Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðujm við fjöll einkum á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og á Barðaströnd. Þar er einnig varað við víðtækum samgöngutruflunum. Á miðhálendinu verður suðaustan rok og gul veðurviðvörun í gildi frá klukkan 21 í kvöld til klukkan átta í fyrramálið. Þar má einnig búast við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Aðstæður eru sagðar mjög varhugaverðar og hættulegar fyrir ferðamenn. æ Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Sjá meira
Veðurstofan sendi frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í morgun. Þeim veðurviðvörunum hefur verið breytt í appelsínugular fyrir stærstan hluta þess svæðis. Á suðurlandi er gulviðvörun frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 23 og er varað við suðaustan stormi eða roki og búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum við Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Klukkan 23 breytist þessi viðvörun í appelsínugula viðvörun og er þá varað við því að víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar. Viðvörunin gildir til klukkan fjögur í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Við Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 21 og gildir hún til 23. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru sagðar líklegar og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Klukkan 23 í kvöld hvessir enn fremur og má búast við sérlega snörpum vindhviðum við fjöll. Þá má búast við víðtækum samgöngutruflunum á vegum og er ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi til klukkan fimm í fyrramálið. Við Breiðafjörð er sömuleiðis appelsínugul viðvörun í gildi frá miðnætti til klukkan sex í fyrramálið. Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðujm við fjöll einkum á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og á Barðaströnd. Þar er einnig varað við víðtækum samgöngutruflunum. Á miðhálendinu verður suðaustan rok og gul veðurviðvörun í gildi frá klukkan 21 í kvöld til klukkan átta í fyrramálið. Þar má einnig búast við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Aðstæður eru sagðar mjög varhugaverðar og hættulegar fyrir ferðamenn. æ
Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Sjá meira