Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2022 15:28 Hjónin Bjarnar og Ólöf stýra áfram fyrirtækinu. Silfá Huld Bjarmadóttir Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. Staðarmiðillinn Akureyri.net greindi frá kaupunum eftir hádegið og í framhaldinu sendi Vélfag frá sér tilkynningu. Þar kemur fram að Norebo, eitt stærsta útgerðarfélag heims, hafi keypt 54,5 prósenta hlut í félaginu. Stofnendurnir Bjarmi og Ólöf Ýr seldu hlut í félaginu og um leið var hlutafé aukið. Kaupverð er trúnaðarmál. „Viðskiptin eru afar ánægjuleg fyrir Vélfag og gríðarleg viðurkenning fyrir eigendur og starfsfólk fyrirtækisins. Mikill fengur er í Norebo sem hluthafa og samstarfsaðila, kaupin styrkja mjög stoðir Vélfags og búa fyrirtækið undir aukið þróunarstarf og verulega aukningu í framleiðslu. Vélfag var stofnað árið 1995 af þeim Bjarma og Ólöfu. Fyrst í stað var fyrirtækið í þjónustu við fyrirtæki í sjávarútvegi en fljótlega hófu starfsmenn Vélfags að þróa og framleiða vélar fyrir fiskvinnslu. „Óhætt er þó að segja að fyrirtækið hafi lagt mikinn metnað og kraft í þróun á vélum, sem hefur skilað mjög góðum árangri. Vélfag er framsækið nýsköpunarfyrirtæki, sem byggir á öflugu frumkvöðlastarfi. Fyrirtækið hefur hlotið nýsköpunarverðlaun og á síðasta ári fékk það nýsköpunarstyrk að upphæð 50 milljónir frá Rannís Tækniþróunarsjóði til þróunar á vél, sem er í einkaleyfisferli. Í farvatninu eru stórir sölusamningar og óhætt að segja að framundan séu mjög áhugaverðir og bjartir tímar hjá Vélfagi.“ Stofnendur Vélfags, Bjarmi og Ólöf, gleðjast mjög á þessum tímamótum. „Við fögnum þessum merka og mikilvæga áfanga í sögu Vélfags. Við erum sannfærð um að þetta sé mikið gæfuspor enda mun aðkoma Norebo skjóta styrkum stoðum undir Vélfag til að takast á við krefjandi framtíð og tryggja jafnframt áframhaldandi þjónustu og gæði fyrir bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini. Framundan eru gríðarmiklar áskoranir í vinnslu og meðferð sjávarafurða í breyttri heimsmynd. Við hlökkum mikið til að takast á við þessi spennandi tækifæri með því öfluga og metnaðarfulla fyrirtæki sem Norebo er.“ Stjórn félagsins munu skipa Finnbogi Baldvinsson fyrir hönd Bjarma og Ólafar, en aðrir í stjórn eru Soling Yip, fjármálastjóri Norebo Overseas Holding og Pavel Kosolapov, framkvæmdastjóri tæknimála hjá Norebo Group. Framkvæmdastjórar Vélfags verða sem áður Bjarmi Arnfjörð Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir. Akureyri Sjávarútvegur Rússland Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Staðarmiðillinn Akureyri.net greindi frá kaupunum eftir hádegið og í framhaldinu sendi Vélfag frá sér tilkynningu. Þar kemur fram að Norebo, eitt stærsta útgerðarfélag heims, hafi keypt 54,5 prósenta hlut í félaginu. Stofnendurnir Bjarmi og Ólöf Ýr seldu hlut í félaginu og um leið var hlutafé aukið. Kaupverð er trúnaðarmál. „Viðskiptin eru afar ánægjuleg fyrir Vélfag og gríðarleg viðurkenning fyrir eigendur og starfsfólk fyrirtækisins. Mikill fengur er í Norebo sem hluthafa og samstarfsaðila, kaupin styrkja mjög stoðir Vélfags og búa fyrirtækið undir aukið þróunarstarf og verulega aukningu í framleiðslu. Vélfag var stofnað árið 1995 af þeim Bjarma og Ólöfu. Fyrst í stað var fyrirtækið í þjónustu við fyrirtæki í sjávarútvegi en fljótlega hófu starfsmenn Vélfags að þróa og framleiða vélar fyrir fiskvinnslu. „Óhætt er þó að segja að fyrirtækið hafi lagt mikinn metnað og kraft í þróun á vélum, sem hefur skilað mjög góðum árangri. Vélfag er framsækið nýsköpunarfyrirtæki, sem byggir á öflugu frumkvöðlastarfi. Fyrirtækið hefur hlotið nýsköpunarverðlaun og á síðasta ári fékk það nýsköpunarstyrk að upphæð 50 milljónir frá Rannís Tækniþróunarsjóði til þróunar á vél, sem er í einkaleyfisferli. Í farvatninu eru stórir sölusamningar og óhætt að segja að framundan séu mjög áhugaverðir og bjartir tímar hjá Vélfagi.“ Stofnendur Vélfags, Bjarmi og Ólöf, gleðjast mjög á þessum tímamótum. „Við fögnum þessum merka og mikilvæga áfanga í sögu Vélfags. Við erum sannfærð um að þetta sé mikið gæfuspor enda mun aðkoma Norebo skjóta styrkum stoðum undir Vélfag til að takast á við krefjandi framtíð og tryggja jafnframt áframhaldandi þjónustu og gæði fyrir bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini. Framundan eru gríðarmiklar áskoranir í vinnslu og meðferð sjávarafurða í breyttri heimsmynd. Við hlökkum mikið til að takast á við þessi spennandi tækifæri með því öfluga og metnaðarfulla fyrirtæki sem Norebo er.“ Stjórn félagsins munu skipa Finnbogi Baldvinsson fyrir hönd Bjarma og Ólafar, en aðrir í stjórn eru Soling Yip, fjármálastjóri Norebo Overseas Holding og Pavel Kosolapov, framkvæmdastjóri tæknimála hjá Norebo Group. Framkvæmdastjórar Vélfags verða sem áður Bjarmi Arnfjörð Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir.
Akureyri Sjávarútvegur Rússland Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira