Ekki búið að ráða nýjan aðstoðarþjálfara en Davíð Snorri og Ólafur Ingi hjálpa til í Tyrklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 11:25 Arnar Þór Viðarsson verður væntanlega kominn með nýjan aðstoðarmann áður en mánuðurinn er á enda. vísir/Hulda Margrét Nýr aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta verður ráðinn seinna í þessum mánuði, eftir vináttulandsleikina í næstu viku. KSÍ og landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hafa verið í leit að nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti. Ekki er enn búið að ráða aðstoðarþjálfara og það kemur í hlut Davíðs Snorra Jónassonar og Ólafs Inga Skúlasonar að aðstoða Arnar Þór í leikjum Íslands í næstu viku. Íslenska liðið mætir Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi 12. og 15. janúar. Hópurinn er skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum. „Það verður ekki klárt. Við tókum fljótlega ákvörðun að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við ákváðum líka þá að taka Davíð Snorra og Óla Skúla með sem aðstoðarþjálfara í þessa ferð,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í dag. Davíð Snorri er þjálfari U-21 árs landsliðsins og Ólafur Ingi þjálfar U-19 ára landsliðið. „Þetta er hluti af því að stilla saman strengi milli liða og vinna saman. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn í þessum hópi sem hafa verið hjá Davíð Snorra. Það er gott fyrir hann þar sem U-21 árs liðið fékk ekki leiki í janúar.“ Innan við fimm sem koma til greina Arnar Þór á von á því að gengið verði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina í Tyrklandi. „Undanfarnir dagar hafa farið í að velja hópinn og fá svör frá félögunum. Þessir leikir fyrir utan hefðbundna landsleikjadagskrá FIFA þannig að við þurftum að fá vilyrði frá félögunum. Það hefur gengið vel en tekið tíma. En ég býst við að við höldum þjálfaraleitinni áfram eftir verkefnið og klárum þetta sem fyrst,“ sagði Arnar Þór. Hann segist vera búinn að þrengja hringinn og nú standi aðeins örfáir kandítatar eftir. „Í desember tók ég stóra hópinn, mengið, og gerði upp við mig á hverju við þyrftum á að halda. Ég þrengdi hópinn og það eru innan við fimm aðilar þar eftir. Það er ekki mikil vinna eftir.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
KSÍ og landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hafa verið í leit að nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti. Ekki er enn búið að ráða aðstoðarþjálfara og það kemur í hlut Davíðs Snorra Jónassonar og Ólafs Inga Skúlasonar að aðstoða Arnar Þór í leikjum Íslands í næstu viku. Íslenska liðið mætir Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi 12. og 15. janúar. Hópurinn er skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum. „Það verður ekki klárt. Við tókum fljótlega ákvörðun að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við ákváðum líka þá að taka Davíð Snorra og Óla Skúla með sem aðstoðarþjálfara í þessa ferð,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í dag. Davíð Snorri er þjálfari U-21 árs landsliðsins og Ólafur Ingi þjálfar U-19 ára landsliðið. „Þetta er hluti af því að stilla saman strengi milli liða og vinna saman. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn í þessum hópi sem hafa verið hjá Davíð Snorra. Það er gott fyrir hann þar sem U-21 árs liðið fékk ekki leiki í janúar.“ Innan við fimm sem koma til greina Arnar Þór á von á því að gengið verði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina í Tyrklandi. „Undanfarnir dagar hafa farið í að velja hópinn og fá svör frá félögunum. Þessir leikir fyrir utan hefðbundna landsleikjadagskrá FIFA þannig að við þurftum að fá vilyrði frá félögunum. Það hefur gengið vel en tekið tíma. En ég býst við að við höldum þjálfaraleitinni áfram eftir verkefnið og klárum þetta sem fyrst,“ sagði Arnar Þór. Hann segist vera búinn að þrengja hringinn og nú standi aðeins örfáir kandítatar eftir. „Í desember tók ég stóra hópinn, mengið, og gerði upp við mig á hverju við þyrftum á að halda. Ég þrengdi hópinn og það eru innan við fimm aðilar þar eftir. Það er ekki mikil vinna eftir.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira