Klukkan 19.05 tekur Grindavík á móti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta. Íslandsmeistarar Vals hafa átt undir högg að sækja og stefna á sigur suður með sjó. Er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport.
Klukkan 19.40 hefst fyrri undanúrslitaleikur Chelsea og Tottenham Hotspur í enska deildarbikarnum. Það er aldrei lognmolla þegar þessi lið mætast og búast má við hörkuleik. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Klukkan 21.00 er Babe Patrol á dagskrá Stöð 2 E-Sport.