Óbreyttar reglur á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 14:05 Talið er að breytingar á landamærunum myndu valda of mikilli óvissu. Vísir/Vilhelm Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að landamærahópur forsætisráðherra hafi að ósk sóttvarnalæknis skoðað forsendur fyrir því að krefja farþega um neikvætt PCR-próf fyrir byrðingu og það að biðja alla farþega sem kæmu til landsins um að fara í próf á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni eru tekin PCR sýni á Keflavíkurflugvelli úr yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa tengsl við Ísland eða um 90 prósent þeirra. Þá er því fylgt eftir af sóttvarnayfirvöldum að Íslendingar og þau sem hafa tengsl við Ísland og taka ekki PCR-próf á flugvellinum mæti í próf innan 48 klukkustunda frá komu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ekki sé talið rétt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum nema mjög sterk rök hnígi til þess. Er það vegna þeirrar óvissu sem breytingar kunni að valda. Þó verður gerð sú breyting að bólusetningarvottorð gilda í níu mánuði í stað tólf og er það í samræmi við nýjar reglur Evrópusambandsins. Aðgerðirnar á landamærunum voru hertar í lok nóvember, vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Aðgerðirnar sem eru í gildi á landamærunum má finna hér á vef Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að landamærahópur forsætisráðherra hafi að ósk sóttvarnalæknis skoðað forsendur fyrir því að krefja farþega um neikvætt PCR-próf fyrir byrðingu og það að biðja alla farþega sem kæmu til landsins um að fara í próf á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni eru tekin PCR sýni á Keflavíkurflugvelli úr yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa tengsl við Ísland eða um 90 prósent þeirra. Þá er því fylgt eftir af sóttvarnayfirvöldum að Íslendingar og þau sem hafa tengsl við Ísland og taka ekki PCR-próf á flugvellinum mæti í próf innan 48 klukkustunda frá komu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ekki sé talið rétt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum nema mjög sterk rök hnígi til þess. Er það vegna þeirrar óvissu sem breytingar kunni að valda. Þó verður gerð sú breyting að bólusetningarvottorð gilda í níu mánuði í stað tólf og er það í samræmi við nýjar reglur Evrópusambandsins. Aðgerðirnar á landamærunum voru hertar í lok nóvember, vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Aðgerðirnar sem eru í gildi á landamærunum má finna hér á vef Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44
Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14
1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29
Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31