Keppinautur Elíasar segist ekki ætla aftur til Midtjylland og heldur áfram að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 12:01 Jonas Lössl virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. epa/Bo Amstrup Danski markvörðurinn Jonas Lössl segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. Ristjóri bold.dk skilur ekki hvað honum gengur til með ummælum sínum. Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki