Parísarliðið mætti ekki með sitt sterkasta lið til leiks og það tók þá tæpan hálftíma að brjóta heimamenn á bak aftur. Þar var á ferðinni Presnel Kimpembe eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes og staðan var því 1-0 í hálfleik.
Kimpembe lagði svo upp annað mark PSG fyrir Kylian Mbappé á 59. mínútu, áður en Mbappé skoraði sitt annað mark og þriðja mark gestanna tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Mbappé fullkomnaði þrennu sína á 77. mínútu og gulltryggði 4-0 sigur PSG sem er nú komið í 16-liða úrslit franska deildarbikarsins þar sem liðið mætir Nantes.